Patreksfjörður: 870 tonna botnfiskafli í september og október

Vestri BA heldur til veiða. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað um 870 tonnum af botnfiski í Patrekshöfn í september og október. Langmest var veitt í dragnót eða um 530 tonn. Í botnvörpu veiddust um 83 tonn. Línubátar lönduðu 243 tonnum og 16 tonn komu af handfærabátum.

Vestri BA var eini báturinn á botnvörpu. Patrekur BA var á dragnót og línu aflaði um 330 tonn. Aðrir á dragnót voru Saxhamar SH og Esjar SH. Saxhamar landaði einu sinni 23 tonnum en Esjar var með 260 tonn.

Þrír bátar voru á handfæraveiðum og af þeim var Alli gamli BA með um 8 tonn.

DEILA