Ísafjörður: tilboði hafnaði í öryggisgirðingu í Kubba

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur fallist á tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins, sem leggur til að tilboð Búaðstoðar ehf í uppsetningu öryggisgirðingar á þvergarði undir Kubba  verði hafnað.

Tilboð voru opnuð í lok september sl og barst aðeins eitt tilboð, frá Búaðstoð ehf, sem var 30,6 m.kr. Kostnaðaráætlun var 14,7 m.kr. Tilboðið var því 108% yfir kostnaðaráætlun.

Bæjarráðið vill þó að reynt verði að semja við verktakann á grundvelli útboðsgagna.

Þvergarðurinn er um 260 metra langur og er ætlaður til að stöðva hugsanleg snjóflóð ofan úr fjallinu Kubba og vernda byggðina í Holtahverfi.