Alls var landað 1.267 tonnum í Ísafjarðarhöfn í september. Að venju var það langmest af togveiðum en þó komu um 211 tonn af línubátum. Það voru Páll Jónsson GK og Jóhanna Gísladóttir GK frá Grindavík og Eyrarröst ÍS sem lönduðu línuveiddum afla.
Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 215 tonnum af afurðum í mánuðinum og ísfisktogararnir Páll Pálsson ÍS og Stefnir ÍS voru með 350 tonn og 471 tonn hvor um sig.
Í ágústmánuði bárust 1.752 tonn á land í Ísafjarðarhöfn. Þá komu 200 tonn af línubátum frá Grindavík og 115 tonn af rækju var landað af val ÍS sem var með tæp 20 tonn og Klakki ÍS 95 tonn.
Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 536 tonnum af afurðum. Ísfisktogararnir Páll Pálsson ÍS og Stefnir voru með 363 tonn og 539 tonn.