Fundur um skógrækt á Ísafirði

Skógræktarfélag Ísafjarðar heldur opinn fund um skógrækt í bæjarfélaginu, notkun skóganna og framtíðarsýn.

Gísli Eiríksson, Jóhann Birkir Helgason og Hildur Dagbjört Arnardóttir úr stjórn Skógræktarfélags Ísafjarðar kynna stöðu mála en síðan verða umræður þar sem bæjarbúar geta komið með tillögur og rætt saman um skógræktarsvæðin, nýtingu þeirra og framtíðarsýn.

Fundurinn fer fram í Skúrnum við Húsið á Ísafirði. 20:00 á fimmtudaginn 21.okt. 2021

DEILA