Fjórðungsþing: sameiginleg barnavernd frá áramótum

Frá Fjórðungsþingi á Ísafirði í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjóðrungsþing Vestfirðinga samþykkti á þingi sínu um helgina að koma á fót sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar frá 1. janúar 2022 í samræmi við nýsamþykktar breytingar á lögum um barnavernd.
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að samstarf verði haft um mótun stefnu um sameiginlegt verklag barnaverndarþjónustu á Vestfjörðum á árinu 2022.
Lokið verði við vinnu við skipan ráðsins og ákvarðanir um tilhögun á skiptingu kostnaðar verði teknar fyrir 15. desember 2021.

Ákveðið var að stíga þetta skref þar sem umtalsverðar breytingar verða á barnaverndarþjónustu á svæðinu í kjölfar lagasetningar fyrr á árinu. Sveitarfélögin gætu haft umtalsverða hagsmuni af að takast á við sameiginlega segir í greinargerð með samþykktinni.
Ísafjarðarbær hefur lýst vilja til að reka áfram barnaverndarþjónustu og hefur lýst áhuga á að annast barnaverndarþjónustu fyrir önnur sveitarfélög á svæðinu með beinum samningum.

DEILA