Vesturbyggð mótar upplýsingastefnu

Lögð hafa verið fram í bæjarráði Vesturbyggðar drög að upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-202. Markmið upplýsingastefnunnar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar, eins og segir í bókun bæjarráðs.

„Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal vera traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.“

Drögin hafa ekki verið birt. Bæjarráðið vísaði stefnunni til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í apríl sl reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna í Strandabyggð.