Vestri gerði jafntefli í lokaleiknum

Frá leik Vestra í sumar gegn Aftureldingu. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karlalið Vestra lék í gær síðasta leik sinn í Lengjudeildinni þetta árið. Kórdrengir komu í heimsókn og eftir fjörugan leik varð jafntefli 3:3. Kórdrengirnir byrjuðu betur og tóku forustu með tveimur mörkum en Vestramenn jöfnuðu fyrir leikhlé með mörkum frá Martin Montipo og Pétri Bjarnasyni.

Í síðari hálfleik voru mörg færi á báða bóga og Kórdrengir náðu forystunni aftur fimmtán mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins jafnaði Nacho Gil fyrir Vestra.

Þetta var síðasti leikurinn í deildinni og endaði Vestri í 5. sæti deildarinnar með 36 stig. Kórdrengir urðu sæti ofar í 4. sætinu með 39 stig.

DEILA