Píratar: á móti sjókvíaeldi

Píratar halda úti á Facebook pírataspjalli. Þar meðal annars gefinn kostur á að bera fram spurningar um stefnu Pírata.

Einn þeirra sem ber fram spurningu er Ísfirðingurinn Ólafur Bjarni Halldórsson. Hann spyr umstefnu Pírata í málefni fiskeldis.

Fyrir svörum verður Indriði Ingi Stefánsson umsjónarmaður umræðunnar.  Svar hans er stutt og skýrt:

„Við sjáum ekki að sjókvíaeldi standist viðmið um sjálfbærni því erum við á móti því en við styðjum landeldi.“

 

DEILA