Merkir Íslendingar – Árelíus Níelsson

Árelíus Níelsson fæddist í Flatey á Breiðafirði þann 7. september 1910.

Foreldrar Árelíusar voru; Níels Árnason, tómthúsmaður í Flatey, og kona hans, Einara Ingileif Pétursdóttir, vinnukona í Flatey.

Fósturforeldrar Árelíusar voru; Sæmundur Guðmundsson, b. á Svínanesi, síðar í Kvígindisfirði, Múlasveit við Breiðafjörð,  Austur-Barðastrandarsýslu, og kona hans, María Einarsdóttir.

Árelíus kvæntist 2. maí 1940 Ingibjörgu Þórðardóttur, f. 24. nóvember 1918, d. 13. nóvember 1978. Ingibjörg var dóttir Þórðar, bónda og hreppstjóra í Firði í Múlasveit við Breiðafjörð Jónssonar og konu hans, Guðbjargar Þórðardóttur.

Árelíus og Ingibjörg áttu fimm börn en eitt þeirra dó ungt. Þá áttu þau einn uppeldisson:
 

Þórður Bjarkar, f. 4. september 1940,

Ingvar Níels Bjarkar, f. 15. ágúst 1942,

 María Ingibjörg Bjarkar, f. 5. nóvember 1943,

 Rögnvaldur Bjarkar, f. 8. apríl 1945,

 Sæmundur Bjarkar, f. 21. febrúar 1946.

Uppeldissonur Árelíusar og Ingibjargar, Ingvar Heimir Bjarkar, f. 4. apríl 1953.

Árelíus lauk kennaraprófi í Kennaraskóla íslands 1932 og var kennari í Unglingaskólanum í Gerðum í Garði 1932. Árelíus var farskólakennari í Múlasveit 1933 og kennari í Barnaskóla Stykkishólms 1933- 1937. Hann var við einkakennslu í Reykjavík 1937-1940.

Árelíus lauk guðfræðiprófi fráHáskóla Íslands 1940.

Árelíus var prestur á Hálsi í Fnjóskadal 1940, á Stað á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu 1940-1943 og við unglingakennslu í Reykhólasveit 1940-1943.  

Árelíus var prestur 1943 – 1952 á Eyrarbakka og Stokkseyri og bjó að Hvoli á Eyrarbakka.

Hann var kennari á Stokkseyri, Eyrarbakka og á Selfossi 1943-1952.

Þegar nýtt prestakall í Reykjavík var stofnað 1952, Langholtsprestakall, sótti Árelíus um það og fékk eftir örugga prestkosningu. Þar var hann allt í öllu við mótun Langholtssafnaðar, innblásinn af ungmennafélagsanda ekki síður en trúarlegum og var helsta driffjöður í kirkjubyggingarmálum Langholtssafnaðar.

Árelíus var prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík 1952-1980 og eftir það fangaprestur í nokkra mánuði

Hann kenndi við ýmsa gagnfræðaskóla í Reykjavík. Hann var kennari í Kennaraskóla Íslands í tíu ár og við smábarnakennslu í sjö ár.

Árelíus var stofnandi og formaður Ungmennafélags Múlasveitar 1929 og starfaði við ungmennafélög og barnastúkur 1932-1970.

Hann var formaður Breiðfirðingafélagsins og ritstjóri Breiðfirðings 1953 – 1978 og í srjórn Verndar frá 1955.

 Árelíus var stofhandi Ungtemplarafélagsins Hálogalands 1958, einn af stofnendum íslenskra ungtemplara og formaður félagsins í tíu ár. Hann var einn af stofnendum Æskulýðssambands Íslands og formaður Bandalags æskulýðsfélaga í Reykjavík nær tíu ár. Árelíus var einn stofnenda og formaður Bindindisráðs íslenskra safnaða í tólf ár.

Rit eftir Árelíus eru:

Kristin fræði, lesbók handa framhaldsskólum, 1951;

Saga Barnaskólans á Eyrarbakka 1852-1952,1952;

Leiðarljós við kristilegt uppeldi á heimilum, í skólum og til fermingarundirbúnings, 1957;

Félagsstörf og leikir, 1968;

Um Frans frá Assisi; Á bjargi aldanna armenska kirkjan, 1976; Stofnandi Rauða krossins, Henry Durant, Sögusafn barnanna, 1971,

Gleymd ljóð, 1980,

og Horft um öxl á Hálogalandshæð, Æviminningar 1988.

Árelíus var ritstjóri Kirkjublaðs Langholtssafnaðar 1953-1980 og

Breiðfirðings, tímarits Breiðfirðinga, 1954-1979.

Árelíus sá um Kirkjuþátt í Tímanum í tuttugu og þrjú ár og Við gluggann í Morgunblaðinu í tólf ár og var í ritstjórn jólablaðs Hálogalands í tuttugu og

fimm ár.

Árelíus Níelsson lést þann  7. febrúar 1992.




Kveðja Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingi 1992.
 

 
.. ...Séra Árelíus Níelsson í prédikurarstól Eyrarbakkakirkju.100 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka 1952.,.. 



Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA