Ég þori get og vil

Alþingiskosningar fara fram 25. september næstkomandi og þær koma til með að marka hvenig íslenskt samfélag þróun á næstu árin. Það er mikilvægt að hver og einn taki afstöðu í kosningunum og greiði atkvæði í þeim. Lýðræðið er nefnilega ekki sjálfgefið og það stendur og fellur með þátttöku almennings. Á undanförnum árum höfum við séð merki um að lýðræðinu sé hætta búin víða á Vesturlöndum og þau teikn ber að taka alvarlega. Það er vonandi að slík þróun nái ekki fótfestu hér á landi og í raun í okkar höndum, kjósenda, í landinu að sjá til þess að svo verði ekki.

Stjórnmálaflokkar hafa núna birt framboðslista sína og stefnumál. Þau eru margvísleg eins og vænta mátti en í grunninn er þó skýr hugmyndafræðilegur ágreiningur um hvort Ísland eigi að verða jafnara samfélag að hætti Norðurlanda eða færast en meira í átt til misskiptingar auðs og valda. Ýmislegt sem komið hefur upp í opinberri umfjöllun á kjörtímabilinu hefur sýnt framá hversu mikil ítök, sterk fyrirtæki og hagsmunaöfl eiga í samfélaginu. Þetta er hættuleg þróun og verður að snúa henni við svo íslenskt samfélag nái að blómstra.

Fyrir tæpum fjörutíu árum reis upp hreyfing kvenna sem vildi láta til sín taka í samfélagsumræðunni en Kv hafði mikil áhrif á hugmyndir um jafnan rétt kvenna og karla og breitti miklu í samfélagsumræðunni. Það er úr þessari hreyfingu sem sú er þetta ritar er sprottin, þó að síðar á lífsleiðinni, hafi bættist við nám í stjórnmála- og kynjafræði, nokkuð sem venjulegt fólk spyr hvað er nú það? Einfalda svarið er að kynjafræði fjallar um ólíkar aðstæður, völd og áhrif í samfélaginu og hvernig hægt sé að breyta því þannig að allir séu jafnir. Það er hin fræðilega nálgun.

Löngu fyrir daga slíkra fræða var alþýðamanna búin að stofna verkalýðsfélög og stjórnmálahreyfingu jafnaðarmanna sem barðist og berst enn fyrir réttindum vinnandi fólks. Það má með réttu segja að ógæfa Íslendinga hafi verið sú að sérhagsmunaöflin hafa nánast alltaf haft betur hér á landi en þau öfl sem vilja hag almennings meiri. Stjórnmálasaga tuttugustu aldar er rækt vitni um það. En það er langt í frá öll nótt úti. Öllu er hægt að breyta.

Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands er flokkur sem lært hefur af reynslunni að stjórnarsetja með Sjálfstæðisflokknum er ekki í boði þegar kemur að því að breyta samfélaginu. Til að rjúfa þá kyrrstöðu sem um óbreitt ástand sem núverandi stjórnarflokkar boða, þarf Samfylkingin á þínu atkvæði að halda kjósandi góður. Öflug Samfylking þýðir að hægt verður að fara í löngu tímabæra aðgerðir jöfnun lífskjara í landinu. Tekjur af auðlindum landsins renni til samfélagsins og að ráðist verði í kerfisbreytingar á skattakerfinu í átt til jöfnunar.

Ég er fædd og upp alin í sveit, bjó í tæpa tvo áratugi í Reykjavík og núna bý ég í sveit, reyndar vil svo til að þær sveitir eru báðir í Norðvesturkjördæmi. Þegar ég var spurð að því í vor hvort ég vildi taka sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu sagði ég já. Vegna þess að ég hef lært á síðustu árum að hjáseta, að láta aðra um að koma hlutunum í lag er ekki í boði. Þó ég tíni grjót af veginum á veturnar til að komast í vinnu mína á Patreksfirði, þá lagar það ekki vegasamgöngur. Sá vegur sem ég keyri um er einn af fjölförnustu ferðamannavegum á Vestfjörðum. Að konur hafi fá atvinnutækifæri í dreifðari byggðum, hafi minna starfsöryggi en í þéttbýli og lakari tekjur. Þess vegna horfði ég til fyrri tíðar og sagði já ég þor, get og vil taka þátt í að bæta samfélagið. Það er hægt 25. september með því að kjósa Samfylkinguna.

Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, ræstitæknir.

Skipar 15 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.