Í morgun varð árekstur á Skutulsfjarðarbraut, við gatnamót Árholts, þegar tvær bifreiðar runnu saman. Meiðsl urðu minniháttar.
Skömmu síðar rann bifreið út af Skutulsfjarðarbrautinni og hafnaði í sjónum. Vegfarandi sem átti leið hjá brást skjótt við og synti út að bifreiðinni og aðstoðaði ökumanninn, sem var einn á ferð, upp á land. Ökumaðurinn hlaut ekki meiðsl en var blautur og hrakinn eftir óhappið.
Það er því mikilvægt að ökumenn fari varlega. Bifreiðar séu búnar góðum hjólbörðum og ekið sé eftir aðstæðum.Veðurspáin gerir ráð fyrir því að þetta slæma veður taki enda segir lögreglan í tilkynningu sinni.