VEL GENGUR MEÐ ÚTSÝNISPALLINN Á BOLAFJALLI

Unnið er af krafti við smíði útsýnispallsins á Bolafjalli. Pall­ur­inn sjálfur var smíðaður í Póllandi en gler­hand­rið sem verður á hluta palls­ins kem­ur frá glerverksmiðjunni Sam­verk á Hellu.

Það er fyrirtækið Eykt sem sér um framkvæmdir við uppsetningu og frágang á pallinum og mun verkinu væntanlega verða lokið nú í haust.

Meðfylgjandir myndir tók Sigríður Línberg Runólfsdóttir í góða veðrinu sem undanfarið hefur leikið við Vestfirðinga.

DEILA