Tálknafjarðarkirkja óskar eftir sjálfboðaliðum

Næsta laugardag, 14. ágúst, er stefnt að því að bera á tréverkið á Tálknafjarðarkirkju.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa við þetta þarfa og um leið skemmtilega verkefni.

Hafist verður handa kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Efni og verkfæri verða á staðnum og þarf fólk bara að mæta við kirkjuna í málningarfötum.

Margar hendur vinna létt verk segir í tilkynningu frá sóknarnefnd Tálknafjarðarkirkju