Stefna Pírata illa rökstudd og byggð á ranghugmyndum

Jón Örn Pálsson, ráðgjafi í fiskeldismálum segir um nýsamþykkta stefnu Pírata um fiskeldi að honum sýnist að þeir taki þessa afstöðu að mestu vegna mengunaráhrifa.

Jón Örn segist hafa sína þekkingu mikið frá Noregi.

„Í Noregi eru um 800 kvíaþyrpingarsvæði. Yfir 95% af þeim eru flokkuð í mjög góðu eða góða ástandi, þ.e. sjávarbotn og dýralíf. Ef svæði er flokkað í mjög slæmu ástandi er því eldissvæði lokað og bannað að halda starfsemi áfram.“

Hann segir að hér á landi sé sambærilegt kerfi þar sem skylda er að vakta eldissvæði eftir ákveðnum aðferðum.

„Finnst þessi afstaða Pírata ílla rökstudd og byggð á ranghugmyndum.“

DEILA