Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps á fimmtudaginn var tekið til afgreiðslu erindi Vegagerðarinnar um skráningu nýrrar landeignar, Gröf vegsvæði út úr jörðinni Gröf.
Er þetta í framhaldi af samningum Vegagerðarinnar við landeigendur sem seldu henni skika úr jörðinni undir nýja veginn skv veglínu Þ-H.
Bókað var:
„Sveitarstjórn samþykkir umsókn um skráningu landeignarinnar Gröf vegsvæði úr landi
Grafar 139572. Samþykkt með 3 atkvæðum. II og KK sátu hjá.“
Þeir sem sátu hjá eru Ingimar Ingimarsson og Karl Kristjánsson. Báðir eru þeir fyrrverandi oddvitar sveitarstjórnar, Karl á síðasta kjörtímabili og Ingimar á þessu. Báðir hafa þeir beitt sér gegn Þ-H leiðinni og vilja svonefnda R leið sem liggur um þorpið Reykhóla, en kostar um 6 milljörðum króna meira.
ingimar Ingimarsson er í framboði til Alþingis og er 7. maður á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.