Bensíndælur N1 á Patreksfirði voru lokaðar aðeins í stutta stund í byrjun vikunnar meðan vatnsblönduð olía var þrifin úr tönkunum. Allt er núna í góðu standi segir Hinrik Bjarnason hjá N1 í samtali við Bæjarins besta. N1 hefur verið í sambandi við bílaeigendur sem urðu fyrir gangtruflunum og þau mál verða leyst í samstarfi við tryggingarfélög að sögn Hinriks.
Hinrik segir að óhappið hafi orðið hjá Olíudreifingu í stórum birgðatanki við höfnina og við flutning á olíu úr þeim tanki í smásölutankana við N1. Það skýri hvers vegna N1 sendi ekki frá sér neina tilkynningu.