MARGT AÐ VARAST Í MAT OG DRYKK

Matvælastofnun varar við neyslu á töflum með karnitín og kalktöflur frá Lýsi hf. vegna ólöglegs varnarefnis etýlen oxíðs. Fyrirtækið hefur innkallað allar framleiðslulotur og sent út frétt til fjölmiðla.
Framleiðsla á töflunum fór fram í Bretlandi og þar greinist ólöglega varnarefnið í kalsíumkarbónati sem notað var í töflurnar.

Þá varar Matvælastofnun við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi merktum Ali, Bónus eða FK frá Matfugli vegna gruns um salmonellu.
Þetta á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu 011-21-28-2-28, pökkunardagur 16.08.2021 – 19.08.2021.

Einnig hefur borist tilkynning um ólöglegt varnarefni í kókosmjólk og kókosrjóma. Um er að ræða Isola BIO Cocco Cuisine kókosrjóma og Isola BIO Coconut 0% Sugars kókosmjólk frá Ítalíu sem Icepharma flytur inn. Um er að ræða nokkra framleiðslulotur sem gætu innihaldið ólöglegt varnarefnið etýlen oxíð.
Ethylene oxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.

DEILA