Uppskrift vikunnar

Ef grillið hefur ekki fokið er upplagt að prufa þessa grilluppskrift, frábært líka sem snarl eða forréttur.

Chilí og sinnepsmarineraður kjúklingur

Fyrir 3-4


900 g kjúklingur

Chilí-sinnepsmarinering
1 rautt chilí
3 hvítlauksrif
1/2 msk sætt sinnep
50 ml soyasósa
1/2 laukur (allt í lagi að sleppa)
150 ml olía (mér finnst extra virgin ólífuolía best)
4 msk púðusykur

grillspjót – lögð í bleyti

  1.  Setjið hráefnin fyrir marineringuna í matvinnsluvél og maukið vel.
  2.  Leggið kjúklinginn í maringeringuna og látið marinerast eins lengi og möguleiki er á helst ekki minna en 30 mínútur.
  3.  Þræðið kjúklinginn á grillspjót og grillið þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.

Verði ykkur að góðu.

Halla Lúthersdóttir.

DEILA