Síldarverksmiðjan á Djúpavík

Árið 1934 var hafist handa við byggingu síldarverksmiðju á Djúpavík og aðeins rúmu ári síðar, eða 7. júlí 1935 var farið að framleiða bæði síldarmjöl og lýsi. Veiðin var mjög góð og verksmiðjan malaði gull.
Þegar síldarverksmiðjan var fullbyggð var hún langstærsta steinsteypta bygging á Íslandi. Enn þann dag í dag er hún gríðarstór, 90 metra löng á 3 hæðum.

Síldarverksmiðjan var útbúin öllum fullkomnustu tækjum til síldarbræðslu og vinnslu á mjöli. Lýsið fór í gegnum 6 skilvindur sem skildu úr því vatn og föst efni og fór síðan í steinsteypta tanka fyrir utan verksmiðjuna sem rúmuðu samtals 5,6 tonn. Slíkar skilvindur höfðu ekki verið notaðar áður hér á landi.

En tímarnir breyttust. Aflinn náði hámarki á svæðinu sumarið 1944, en eftir það minnkaði síldastofninn hratt. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til nýrra notkunarmöguleika var síldarverksmiðjunni endanlega lokað árið 1954.

Hótel Djúpavík er með leiðsögn um bygginguna á hverjum morgni kl. 10:00. Þar getur fólk skoðað þessa stórkostlegu byggingu og fengið að kynningu á sögu verksmiðjunnar.

DEILA