Hið víðfræga Ögurball verður haldið um næsta laugardag þann 17. júlí.
Ögurhátíðin byrjar á föstudeginum 16. júlí og er pökkuð dagskrá fram á sunnudag.
Unnendur sveitaballa bíða í ofvæni eftir einu vinsælasta og elsta sveitaballi Vestfjarða, Ögurballinu fræga.
Rómantíkin, gleðin og sveitaballasjarminn sem svífur yfir Ögurballinu er löngu orðin landsfrægt, dansgólfið dúar þegar það fyllist og rababaragrautur með rjóma sem er borinn fram fyrir ballgesti í danspásum.
Ein af hefðunum sem Ögursystkinin halda fast í er hinn margumtaliði rababaragrautur með rjóma.
Rababaragrauturinn hefur ávallt verið hluti af ballinu en fólk sem kom ýmist siglandi, ríðandi eða gangandi á ballið fékk rababaragraut til að fá næga orku til að koma sér heim eftir ballið.
Stuðbandið Halli og Þórunn sjá um að skemmta fólki á ballinu. Þau hafa spilað þarna síðan elstu menn muna og eru æviráðin. Þau taka þó pásu og það er misjafnt hver skemmtir í pásum.
Á hverju ári er andlit Ögurballsins valið af Ögursystkinum.