Ísafjarðarhöfn: 1.359 tonnum landað í maí

Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.359 tonnum í Ísafjarðarhöfn í maímánuði.

Júlíus Geirmundsson ÍS landaði tvisvar samtals 330 tonnum af afurðum. Páll Pálsson ÍS var með 587 tonn í fimm veiðiferðum og Stefnir ÍS 375 tonn í fjórum veiðiferðum.

Þá var landað 67 tonnum af rækju. Það voru Klakkur ÍS og Valur ÍS sem voru á rækjuveiðum.

Að öðru leyti var rólegt yfir höfninni. Það voru engir aðkomubátar eins og oft áður og enginn bátur stundaði strandveiðar frá Ísafirði.

DEILA