Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina 2021

Frá Gönguhátíðinni 2019.

Um verslunarmannahelgina 30. júlí – 2. ágúst verður skemmtileg gönguhátíð í Súðavík. Fjölbreyttar göngur fyrir fólk á öllum aldri og fjörugar uppákomur á kvöldin, lýðheilsa eins og hún gerist bezt í faðmi vestfirskra fjalla segir í kynningu. 

Gönguhátíðin hefur verið haldin síðustu ár og er haldin í samvinnu Göngufélags Súðavíkur, Súðavíkurhrepps og gönguklúbbsins Vesens og vergangs.

Aðstandendur hátíðarinnar:

Í forsvari fyrir gönguhátíðina er Einar Skúlason – GSM 663 2113, einnig gefur Anna Lind fararstjóri og skólastjóri upplýsingar í GSM 893-4985 og Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.

Dagskrá

Fimmtudagur 29. júlí

Kl. 18 – 23           Búlgarskt þema og barsvar í Melrakkasetrinu (Pub Quiz)

Búlgarskur matur í boði á Melrakkasetrinu kl. 18-20. Einnig er hægt að panta bjór, hvítt og rautt. Kl. 20 hefst barsvar í léttum dúr.

Föstudagur 30. júlí

Kl. 8:30               Álftafjarðarheiði milli Álftafjarðar og Önundarfjarðar (þrír skór)

Gengið verður milli Álftafjarðar og Önundarfjarðar um Álftafjarðarheiði (Heiðarskarð). Vegalengd 15 km, uppsöfnuð hækkun 700 m, göngutími 7 tímar.   

Kl. 19:30             Gönguhátíðin sett og fiskisúpuveisla

Komið verður saman í Kaupfélaginu og verður fiskisúpa í boði – Friðrik Sigurðsson (Iddi) eldar.
Ókeypis fyrir þá sem eru með armbönd, en kostar 700 fyrir aðra.

Kl. 21                   Brenna

Kveikt verður í bálkestinum kl. 21 og hópsöngur.

Laugardagur 31. júlí

Kl. 8-10               Hafragrautur með lifrarpylsu og lýsisskammti á Kaupfélaginu

Skammturinn er á kr. 700 en frítt er fyrir þá sem eru með gönguarmband.

Kl. 9                     Súðavíkurfjall (þrír skór)

Gengið er frá Arnardal og nokkurn bratta upp á Súðavíkurfjall og komið niður Traðagilshvílft að Súðavík.  Vegalengd ca 10 km og uppsöfnuð hækkun ca 700 m. Göngutími er ca 6-7 tímar.

Kl. 12-18             Hoppikastali og fleira skemmtilegt við Melrakkasetur.

Kl. 17                   Síðdegisganga um þorpið (einn skór)

Hist við Kaupfélagið í Súðavík kl.17:00. Vegalengd ca 5 km. Göngutími 1-2 tímar. Leiðsögn: heimamaður.

Kl. 19:00             Sameiginlegt grill í Raggagarði

Grillin verða orðin heit kl. 19:00 og hægt að koma með eigið kjöt á grillið.

Kl. 21                   Dansleikur í Samkomuhúsinu

Fjörugt ball í framhaldi af grillinu þar sem dansað verður inn í kvöldið og plötusnúður verður DJ MountainDude. Frítt verður fyrir þá sem eru með armbönd. 

Sunnudagur 1. ágúst

Kl. 8-10               Hafragrautur með lifrarpylsu og lýsisskammti á Kaupfélaginu

Hafragrautur með lifrarpylsu og lýsisskammti er sígildur og góður morgunverður og kemur göngufólki af stað og í gott skap. Skammturinn er á kr. 700 en frítt er fyrir þá sem eru með gönguarmband. Vegna Covid verður hafragrautur afgreiddur í einnota bollum.

Kl. 9                     Galtarviti um Bakkaskarð  (þrír skór)

Komið saman við Kaupfélagið í Súðavík, sameinast í bíla og keyrt í Skálavík. Lagt er af stað úr Skálavík um tíuleytið og gengið um Bakkaskarð að Galtarvita. Vegalengd 12 km og 880 m uppsöfnuð hækkun. Göngutími ca 6-8 tímar.

Kl. 11                   Valagil  (einn skór)

Keyrt frá Kaupfélagsplaninu inn í botn Álftafjarðar og lagt á bílastæði á Seljalandi. Tvíþætt ganga – annars vegar styttri ganga að Valagili og hins vegar áfram og upp með gljúfrunum. Styttri gangan er ca 4 km og lengri gangan um 10 km.

Kl. 12-18             Hoppikastali og fleira skemmtilegt við Melrakkasetur.

Kl. 12                   Ögurganga (tveir skór)

Gengið frá Ögri og upp á útsýnisstað þar sem má sjá glæsilegt útsýni yfir Skötufjörð, Vigur, Ísafjarðardjúp og Æðey. Hist er við samkomuhúsið í Ögri. Vegalengd: ca 6 km og hækkun 250 m.

Kl. 19                   Alþjóðleg súpuveisla og Karaoke í Kaupfélaginu

Alþjóðleg súpuveisla verður í Kaupfélaginu, þar sem ólíkar súpur skapa stemmningu sem nær hámarki í Karaoke stuði. Það verður leyfilegt að dansa.

Mánudagur 2. ágúst

Kl. 8-10               Hafragrautur með lifrarpylsu og lýsisskammti á Kaupfélaginu/Jóni Indíafara

Skammturinn er á kr. 700 en frítt er fyrir þá sem eru með gönguarmband. Vegna Covid verður hafragrautur afgreiddur í einnota bollum.

Kl. 9                     Morgunganga á Kofra (þrír skór)

Komið saman við Kaupfélagið og í sameinast í bíla. Keyrt af stað kl. 9. Vegalengd: 3 km. Hækkun 600 m, Göngutími: 5 tímar.  Krefjandi ganga.

COVID

Fylgjast þarf sérstaklega með öllum sóttvarnarreglum í aðdraganda gönguhátíðarinnar. Réttur er áskilinn til að breyta dagskrá, fella niður eða laga einstaka liði að reglum eða hætta alfarið við hátíðina ef sóttvarnarreglur krefja.

Verðskrá:

Forsöluverð á gönguarmbandi til 30. júlí kr. 7.000, smellið hér til að kaupa armband (verður afhent í Súðavík): https://paymentweb.valitor.is/Tengill/in3ahq

Eftir 30. júlí mun armbandið kosta kr. 8.000.

Innifalið í gönguarmbandi eru allar göngurnar, hafragrautur á morgnana með lýsi og lifrarpylsu og kaffi og fiskisúpa á föstudagskvöldinu, alþjóðleg súpuveisla á sunnudagskvöldi og aðgangur að balli í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldinu.

Athugið að ganga í Ögri er ekki innifalin í armbandi og ferðir í Vigur eru ekki innifaldar.

DEILA