Fasteignagjöldin: hæst álagning í Vesturbyggð

Lagt hefur verið minnisblað í bæjarráði Ísafjarðarbæjar um samanburð á fasteignagjöldum í sex sveitarfélögum, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Hafnarfirði, Árborg, Hornafirði og Norðurþingi.

Reiknuð eru álögð fasteignagjöld í byggðarlögum Ísafjarðarbæjar samkvæmt álagningarreglum í hverju þessara sveitarfélaga. Niðurstaðan er að gjöldin eru hæst ef lagt er á samkvæmt álagningarreglum Vesturbyggðar. Norðurþing er með næsthæstu álagninguna af þessum sex og Ísafjörður er í þriðja.

Hæst eru gjöldin í efra hverfi Ísafjarðarbæjar, sem er fyrir ofan Túngötu.

Fasteigngjöldin 2021 eru þar 747.113 kr fyrir eign sem að fasteignamati er 44.350.000 kr og lóðarmat 3.650.000 kr. Samsvarandi eign er svo reiknuð til fasteignamats í öðrum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Fasteignagjöldin eru 499.710 kr miðað við álagningarreglur Ísafjarðarbæjar. Munar 248 þúsund krónum milli þessara tveggja sveitarfélaga.

Taka ber fram að álagningarhlutföllin í Vesturbyggð eru miðuð við fasteignmat eigna þar og gætu hafa verið ákveðin önnur ef fasteignamatið í Vesturbyggð væri það sama og í efra hverfinu á Ísafirði.

En það er einkennandi hvað önnur fasteignagjöld en fasteignaskatturinn eru há í Vesturbyggð miðað við hin sveitarfélögin fimm.

Álagningarreglurnar.

Álagningin eftir sveitarfélögum.
Álagningin samtals á hverjum stað.