Einarshúsið í Bolungarvík

Einarshúsið í Bolungarvík er timburhús byggt árið 1902.  Húsið stendur á besta stað við höfnina með útsýni yfir Ísafjarðardjúp og fjöllin í kring.  Það var byggt af Pétri Oddsyni athafnamanni sem bjó þar og rak verslun.  Eftir daga Péturs keypti Einar Guðfinnsson húsið, rak þar verlsun og stýrði þaðan viðskiptaveldi sínu.  Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar rekið gistihús allt árið ásamt veitingarekstri.

Einarshúsið er með 8 herbergjum, 6 tveggja manna og tvö þriggja manna.  Herbergin eru öll með vaski en önnur baðherbergisaðstaða er sameiginleg.   Frítt og hraðvirkt þrálaust net er í herbergjum og sameiginlegum rýmum hússins.

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11:45 – 20:30 á sumrin en opnunartíminn er heldur takmarkaðri yfir vetrartímann.

Að sögn Arnars Bjarna Stefánssonar eiganda Einarshúss hefur gestagangur verið mikill í sumar, nánast fullbókað frá því um miðjan júní og bókanir líta vel út fram á haustið.

Gestir hafa að jöfnu verið íslenskir og erlendir og margir þeirra gista í Einarshúsi áður og eftir að þeir fara í Hornstrandaferðir.

Þá hefur veitingasala gengið vel og ekkert lát á vindsældum þeim sem pizzur staðarins hafa áunnið sér.

DEILA