Þjóðleikhússtjóri hefur ritað Ísafjarðarbæ bréf og óskað eftir samstarfi um gistingu og húsnæði til að leika í fyrir 2 leikara einn tæknimann. Ætlunin er að sýna Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson. verkið er ætlað ungu fólki og er hugleiðing um vináttu, forvarnir og Youtube. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur á sýninguna.
Skilja má á erindinu að farið sé fram á að Ísafjarðarbær beri kostnaðinn af gistingunni og útvegi húsnæði undir sýninguna.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Ekki kemur fram hverjar þær umræður voru.