Landsamband smábátaeigenda segir tölur um afla í maí sýna meiri mismun milli veiðisvæða heldur en áður hefur verið.
Strandveiðisjómenn munu almennt vera ánægðir með fyrsta mánuð vertíðarinnar, aflabrögð, gæftir og verðið fyrir fiskinn, sem hefur verið mun hærra en í fyrra það eina sem skyggir á er að veiðislóðin fyrir Suðurlandi var þakin þörungablóma sem kom í veg fyrir að veiðar gengju sem skyldi. Afli í róðri var að meðaltali 500 kíló sem er fjórðungi lægra en á árinu 2020.
Tölurnar staðfesta rækilega hversu náttúruöflin hafa sterk áhrif á strandveiðarnar.
Á öðrum svæðum sjást ekki viðlíka tölur þó þær séu ekki með öllu jákvæðar nema á svæði C, þar sem afli í róðri jókst að meðaltali um 13 kg milli ára.
Heilt yfir er þó ekki annað að sjá en strandveiðar hafi gengið vel í maí. Alls 135 bátar náðu að nýta alla daga sem í boði voru og 50 bátum vantaði aðeins einn dag upp á að ná í tólfuna. Til samanburðar voru aðeins 31 bátur sem tókst að ná fullum fjölda í maí á síðasta ári, en eins og menn muna voru brælur þá afar tíðar.
Fiskverðið er annar stór þáttur í útgerð strandveiðibáta. Í maí á þessu ári var meðalverð á þorski 287 kr sem er 66 kr hærra en í fyrra.