Kláfurinn: úrskurður Skipulagsstofnunar verður kærður

Kláfur í Romsdal í Noregi og kemur fram að hann komi til með að auka tekjur sveitarfélagsins um 3 milljarða íkr og um 200 bein og óbein störf næstu 10 árin.

Gissur Skarphéðinsson, forsvarsmaður fjárfestingarverkefnisins um kláfinn á Ísafirði segir að úrskurður Skipulagsstofnunar verði kærður til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Stofnunin hefur ákveðið að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat.

Gissur segir að ef svo fari muni það tefja verkið í heild sinni og þá verði ekki er hægt að fara í frekari hönnunarvinnu og síðan aðal- og deiliskipulags vinnu fyrr en umhverfismat liggur fyrir. Hann segi að verkefnið verði ekki fjárfestinga hæft fyrr en leyfi, hönnun og annað liggur fyrir.

Gissur segir að það sé bara tvennt í stöðunni að hætta við eða halda áfram. Hann segist hafa fengið sterk viðbrögð fólks og er ætlunin að halda áfram með verkefnið. „líklega notfærum við okkur 14.gr laga um mat á umhverfisáhrifum um að kæra úrskurðinn til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.“ 

Í bréfi Eyrarkláfs ehf til Skipulagsstofnunar þar sem svarað er atriðum í framkomnum athugasemdum segir að samfélagið á Vestfjörðum muni njóta góðs af tilkomu þessa verkefnis, þegar starfsemi verður komin í fullan gang mun félagið ráða 25-30 manns til starfa og svo eru afleiðustörf, atvinna við uppsetningu kláfsins í allt að 3 ár.

Þar segir. „Við teljum að uppsetning og rekstur kláfsins muni hvorki valda grjóthruni eða skapa snjóflóðahættu. Varðandi jarðfræði svæðisins erum við í nánu sambandi við Hauk Jóhannesson jarðfræðing sem þekkir þetta svæði mjög vel og verður stuðst við hann varðandi verkfræðivinnu að undirstöðum.“ Lögð er áhersla á öryggisvarnir og að varaafl verði bæði á byrjunarstöð og endastöð.

DEILA