Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í öðrum leik liðanna um laust sæti í Dominosdeild karla á laugardaginn kl. 19:15. Hamarsmenn leiða einvígið eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli en sigra þarf í þremur leikjum.
Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í baráttunni og eru Vestfirðingar hvattir að mæta og styðja strákana. Loksins verða Vestraborgarar aftur á boðstólnum fyrir leik. Grillið verður orðið heitt um kl. 18:30.
Stakur borgari með gosi og meðlæti: 1.500 kr.
Fjölskyldutilboð 4 borgarar, gos og meðlæti: 5.000 kr.
Fyrir leik verða seldar valdar gersemar úr búingasafni Vestra. Allt eru þetta búningar frá þeim tíma sem leikið var undir merkjum KFÍ. Inn á milli eru gersemar frá tímabilinu 2005-2006 en einnig búningar frá því að liðið lék síðast í Dominosdeildinni! Sjón er söguríkari.
Miðasala á leikinn er hafin í smáforritinu Stubbi. Sú nýbreytni verður nú að þrjár miðatýpur eru í boði:
Barnamiði 6-15 ára (árg. 2014-2005) 500 kr.
Ungmennamiði (árg. 2004-1998) 1.500 kr.
Fullorðinsmiði 2.000 kr.
Auk þess: Styrktarmiði fyrir útsendingu á 1.000 kr. Viðburðastofa Vestfjarða sér um útsendinguna.
Minnt er á að yngri börn verða að vera í fylgd með fullorðnum sem þurfa að gæta þess að börnin séu ekki á ferð og flugi um húsið.
Grímuskylda er á leiknum. Áhorfendur eru beðnir um að halda sem mest kyrru fyrir í sætum sínum, gæta að persónubundnum sóttvörnum og að halda fjarlægð frá ótengdum aðilum.