Alls bárust 1.740 tonn á land í Bolungavíkurhöfn í maímánuði. Togarinn Sirrý ÍS landaði 407 tonnum eftir fjórar veiðiferðir og Harðbakur EA var með 210 tonn í þremur veiðiferðum.
Þá voru þrír snurvoðarbátar á veiðum í mánuðinum og öfluðu samtals um 430 tonn af bolfiski. Ásdís ÍS var aflahæst af þeim með 227 tonn, Finnbjörn ÍS landaði 109 tonnum og Þorlákur ÍS 99 tonnum.
Strandveiðarnar skiluðu 231 tonni og sjóstangveið 3,4 tonni.
Afli 14 línubáta var um 460 í mánuðnum. Otur II ÍS var aflahæstur með 150 tonn, þá Fríða Dagmar ÍS með 79 tonn, Jónína Brynja ÍS með 46 tonn, Siggi Bjartar ÍS 30 tonn og Indriði Kristins BA landaði 36 tonnum.