Umferð um Dýrafjarðargöng

Dýrafjarðargöng

Skipulagðar umferðartalningar hafa farið fram hjá Vegagerðinni frá árinu 1975 og er fjöldi talningastaða nú um 280.

Frá því að Dýrafjarðargöng voru opnuð hefur umferð þar verið lítið eitt vaxandi. Venjulega fara 60- 80 bílar um göngin á dag en um 100-150 um helgar og á frídögum. Á þessu ári fóru flestir um göngin á föstudaginn langa þann 2. apríl en þá var umferðin 259 bílar og fæstir 10. mars þegar aðeins 8 bílar óku þar um.

Búast má við því að umferð eigi eftir að aukast verulega þegar kemur fram á sumarið og eins má vænta þess að allar vegabætur á Dynjandisheiði auki umferð umtalsvert.

DEILA