Tjaldur BA 68

Tjaldur BA68, skipaskrárnúmer 5668, var smíðaður árið 1955 af Bátasmíðastöð Breiðfirðinga, sem varð að Bátalóni hf., árið 1956.

Báturinn er súðbyrðingur með innfelldu stefni. Skráð lengd er 9,45 metrar og brl.; 7,7

Eigandi Tjalds er Ingvi Óskar Bjarnason, Arnórsstöðum-Neðri á Barðaströnd og hefur hann gert hann  út sem krókaaflamarksbát frá Brjánslæk frá 1980.

Báturinn hét upphaflega Sigursæll RE 219 í Reykjavík en verður 1967 Sigursæll BA 219 á Reykhólum, 1969 Sigursæll ÁR 47 í Þorlákshöfn, 1975 Sigursæll ÁR 47 í Reykjavík, 1976 Sigursæll ÁR 47 á Selfossi, 1977 Fengur RE51 í Reykjavík, 1979 Guðný HF 68 og frá 1980 Tjaldur BA 68.

Viðgerð á bátnum var framkvæmd 2020-2021 af Hafliða Aðalsteinssyni skipasmíðameistara og formanni Bátasafns Breiðafjarðar, ásamt Eggerti Björnssyni bátasmið og Einari Jóhanni Lárussyni skipsmíðanema.

Báturinn var fluttur til Reykjavíkur í lok árs 2020 og töluvert þurfti að hafa fyrir því að koma honum inn í hús, settir voru s.k. skautar undir bátinn og hann dreginn inn með bíl og einnig spilaður með trissum. Vinna við viðgerðina hófst svo í byrjun desember 2020 og lauk henni í lok mars 2021.

Eftirfarandi var framkvæmt.

Skipt var um meginhluta botns og síðum bátsins og fóru um 80 metrar af byrðingsborðum í það. Það lætur nærri að vera um 35% af byrðingnum. Sett í 7 ný bönd og 6 ný botnbönd (Bunkastokkar) Vélin var tekin úr og undirstöðu hennar lagfærðar. Smíðað var nýtt gólf í vélarrúm. Skipt um þilfar umhverfis stýrishús. Gert var við klæðningu á stýrishúsi. Vél sett niður og frágengin. Báturinn var síðan bikaður og málaður og málaður að hluta.

Af vefsíðunni bátasmídi.is

DEILA