Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fyrir árið 2020 fækkaði gistnóttum ferðamanna minnst á Vestfjörðum eða um 29,9% en um 61% á landinu öllu.
Heildarfjöldi skráðra gistinátta ferðamanna á Íslandi var um 3,3 milljónir árið 2020 en þær voru um 8,4 milljónir árið 2019.
Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 2 milljónir árið 2020, um 658.000 í annarri innigistingu og gistinætur á tjaldsvæðum voru um 617.000.
Mikill samdráttur varð í öllum landshlutum og gistitegundum nema á tjaldsvæðum á Austurlandi. Þar voru gistinætur 88.800 árið 2019 en 98.500 árið 2020 og er það aukning um 10,9%.
Á Vestfjörðum gistu 151.965 manns. 70.343 á hótelum og gistiheimilum 61.936 á tjaldstæðum og 19.686 voru skráðir í aðra gistingu.