Gallup: Samfylking tapar þingsæti til Pírata í Norðvesturkjördæmi

Í nýjustu Gallup könnun sem nær yfir aprílmánuð um fylgi stjórnmálaflokkanna eru litlar breytingar á dreifingu þingsæta kjördæmisins frá síðustu Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fá hvor um sig tvö þingsæti sem fyrr, Vinstri grænir eitt og Miðflokkurinn eitt.

Eina breytingin er að Samfylkingin tapar þingsæti sínu til Pírata. Tölur um fylgi hvers flokks í kjördæminu eru ekki gefnar upp og ekki er spáð fyrir um það hvaða flokkur myndi hljóta jöfnunarþingsætið.

Í síðustu kosningum hreppi Miðflokkurinn jöfnunarsætið.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fá samtals 48% atkvæða á landsvísu samkvæmt könnuninni og 33 þingmenn og halda meirihluta sínum.