Fjölgun hjúkrunarrýma á Patreksfirði

Blaðamaður Bæjarins besta hafði samband við Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar með fyrirspurn hver staðan er á fjölgun hjúkrunarrýma á Patreksfirði. Frumathugun er lokið en frumathugun felur í sér að verkefninu er lýst, hagsmunaaðilar skilgreindir, þarfagreining gerð, valkostir skoðaðir og mat lagt á stofn- og rekstrarkostnað ásamt gæða og áhættuþáttum og í kjölfarið er unnin frumáætlun þar sem settar eru fram forsendur varðandi gerð og gæði mannvirkis, fumuppdrættir og tíma og kostnaðaráætlun framkvæmdarinnar.

“Niðurstöður frumathugunar var að valkostur V2 uppfyllti markmið verkefnisins, með tilliti til gæða, áhættu og hagkvæmni. En í V2 fellst viðbygging og endurskipulag hluta 1. hæðar núverandi húsnæðis fyrir hjúkrunarrými og félagsstaf aldraðra á jarðhæð viðbyggingar. Þegar frumathugun liggur fyrir og samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur samþykkt athugunina er farið í frumhönnun og verkhönnun og loks í útboð. Frumathugun er því fyrsti áfanginn í verkefninu.” segir Rebekka.

En fremur segir Rebekka: “Markmiðið er að ljúka framkvæmdum í lok árs 2024.

Ríkið greiðir 84% af endurnýjun hjúkrunarrýmanna en sveitarfélagið 16% og er áætlaður kostnaður sveitarfélagsins er 83,6 millj. kr. Vesturbyggð fagnar því að málið sé komið á gott skrið, lengi hefur verið beðið eftir endurnýjun þessara hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.”