Ferjan Baldur siglir í fyrramálið

DCIM100MEDIADJI_0030.JPG

Ferjan Baldur er nú á leið heim í Stykkishólm eftir slipptöku í Reykjavík sl. 2 vikur.

Vinnan í slippnum gekk vel og þær reglubundnu skoðanir sem voru á dagskrá að baki.

Eins og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir er stefnt er að því að sigla skv. áætlun á morgun mánudag og er brottför í fyrri ferð dagsins frá Stykkishólmi kl. 9.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sæferðum, sem gera út Baldur.

DEILA