Breiðafjarðarferjan Baldur : stefnt að áætlunarsiglingu 17. maí

Í fréttatilkynningu frá Sæferðum segir að vinna í slipp við Baldur gangi skv. á áætlun.

Ráðgert er að Baldur verði kominn á flot á allra næstu dögum, jafnvel mögulega á morgun miðvikudag. Ef það gengur eftir eru nokkur verk sem voru á verkefnalistanum óunnin og verða þau kláruð við bryggju. Eftir það er að stilla, setja í gang, sigla prufusigling og svo sigla í Hólminn á laugardag eða sunnudag. Með þetta í huga er enn stefnt að því að sigla skv. áætlun ekki síðar n.k. mánudag 17. maí.

Myndir: aðsendar.

DEILA