Þann 1. maí fóru sex félagar úr björgunarsveitinni Erni í frekar óvenjulegt verkefni fyrir neyðarlínuna. Verkefnið var að koma tveimur 200 lítra olíutunnum út á Straumnesfjall, fylla á birgðir þar og koma AIS sendi í gang en sendirinn hafði verið straumlaus um tíma.
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við verkefnið.
Fyllt var á olíu og kveikt á AIS sendinum og mokað var frá sólarsellum.
Verkefnið gekk því vel og þegar verki var lokið gengu björgunarsveitarmenn niður í Látra í Aðalvík þar sem Kobbi Láka, björgunarskip Bolvíkinga beið þeirra til að koma þeim heim á ný.