Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar á seinni öldum og þróun húsagerðar.
Húsasafnið er kjarni safnkostsins á landsbyggðinni. Meðal húsa safnsins eru allir stærstu og merkustu torfbæir landsins og allar torfkirkjur sem eru í upprunalegri gerð. Í Húsasafninu er stærsta safn torfhúsa sem til er
Viktoríuhús í Vigur er eitt af húsum Þjóðminjasafnsins. Það ertimburhús undir klassískum áhrifum, reist af Sumarliða Sumarliðasyni gullsmið um 1860.
Það var upphaflega byggt við timburstofu frá því um 1800. Húsið hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1992.