Sprotasjóður: tveir styrkir til Vestfjarða

Tilkynnt hefur verið um úthutun styrkja ur Sprotasjóði, sem er á vegum Menntamálaráðuneytisins. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Heildarupphæð 42 styrkja eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur.

Tveir skólar á Vestfjörðum fengu styrk að þessu sinni.

Grunnskólinn á Ísafirði fékk 900.000kr styrk til innleiðingar leiðsagnarnáms í samstarfi við Grunnskólana á Suðureyri, Önundarfirði, á Þingeyri, í Súðavík og Bolungavík.

Patreksskól fékk 1.600.000 kr til LÆR-VEST – sem er faglegt lærdómsamfélag skólastjórnenda, kennara og nemenda um
leiðbeinandi nám í sex grunnskólum á Vestfjörðum. Samstarfsskólarnir eru Tálknafjarðarskóli, Bíldudalsskóli, Reykhólaskóli, Grunnskólinn á Hólmavík og Grunnskólinn í Bolungavík.


DEILA