Samningur um námskeið og skírteinaútgáfu í siglingavernd

Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og Stefán Alfreðsson starfsmaður Samgöngustofu með samninginn á milli sín.

Gerður hefur verið samningur milli Samgöngustofu og Slysavarnaskóla sjómanna um námskeið og skírteinaútgáfu í siglingavernd.

Samkvæmt samningnum mun Slysavarnaskóli sjómanna sjá um öll námskeið fyrir verndarfulltrúa í siglingavernd og gefa út skírteini því til staðfestingar. 

Um er að ræða þrenns konar námskeið fyrir svonefnda verndarfulltrúa í siglingavernd (verndarfulltrúa skips, verndarfulltrúa útgerðarfélags og verndarfulltrúa hafnaraðstöðu). 

Fram að þessu hefur Samgöngustofa (áður Siglingastofnun Íslands) séð um námskeið í siglingavernd á eigin vegum og að hluta til í samvinnu við Tækniskólann. Verndardeild Samgöngustofu mun samkvæmt samningnum hafa eftirlit með námskeiðunum og skírteinaútgáfunni.

DEILA