Eitt af markmiðum Lionshreyfingarinnar, undir liðnum sjónvernd, er að safna gleraugum sem hætt er að nota.
Lionsklúbbur Ísafjarðar safnar gleraugum sem kunna að liggja ónotuð en geta komið öðrum að gagni. Gleraugun verða send til Danmerkur þar sem þau verða flokkuð og lagfærð ef þarf og send áfram til þeirra sem á þurfa að halda. Ernir Ingason segir að notuð gleraugu komi efnalitlu fólki að góðum notum.
Hægt er að koma gleraugum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Versl. Smiðjan og Húsasmiðjunni á Ísafirði.