Reykjanesskaginn: eldgos hafið

Frá gosinu. Mynd : aðsend.

Eldgos hófst í kvöld í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. Fram kemur á vef RUV að Það sé greinilega ekki stórt, að sögn jarðeðlisfræðings. Bjarmi af gosinu sést víða að á Reykjanesskaga. Gasmyndun er talin geta fylgt gosinu og er því sérstaklega hvatt til varúðar og að fólk á nágrenninu hafi lokaða glugga á húsum sínum.

Myndir frá þyrlu Landhelgisgæslunnar:

https://m.facebook.com/watch/?v=1591514964571078

Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn var snöggur til orðsins þegar fréttir bárust af gosinu og minnist á spána í kvöldfréttunum um minnkandi líkur a gosi :

GOSI AFLÝST-OG ÞÁ KOM ÞAÐ.

Nú er bæði gos og gas,

getur orðið mikið bras.

Sjónvarpið nú sýnir brátt

sannarlega kölska mátt.

DEILA