Vestfirðir: fasteignaverð á íbúðarhúsnæði hækkaði um fjórðung

Veltan á fasteignamarkaðnum á Vestfjörðum á síðasta ári var 5,5 milljarður króna samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands og eru byggð á þinglýstum gögnum.

Meðalverð á hvern samning af sérbýli í íbúðarhúsnæði hækkaði um 26% frá 2019 úr 21,5 m.kr. upp í 27 m.kr. Í fjölbýli varð hækkunin svipuð. Þar hækkaði meðalverðið úr 16,3 m.kr. upp í 20 m.kr. eða um 23%.

Alls voru 232 kaupsamningar gerðir seldar á árinu fyrir 5.507 milljónir króna. Samningar um sérbýli voru 113 og fjárhæð þeirra 3.042 milljónir króna. Samningar um fjölbýli voru 89 og samanlögð fjárhæð þeirra var 1.781 milljón króna. Tuttugu og fjórir samningar um atvinnuhúsnæði voru þinglýstir og fjárhæð þeirra var 553 milljónir króna. Þá voru þrír samningar um sumarhús og fjárhæð þeirra 37 milljónir króna.

Heildarveltan á landinu öllu varð um 667 milljarður króna og hækkaði veltan um 23%.

Meðalverðið á samning á höfuðborgarsvæðinu 2020 er töluvert hærra en á Vestfjörðum. Fyrir sérbýli var meðalverðið 56 m.kr. Meðalverðið á Vestfjörðum var 42% af meðalverðinu á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn var 32,3 m.kr.

40% af verðinu á höfuðborgarsvæðinu

Af sérbýli var meðalverðið 82 m.kr. á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 27 m.kr. á Vestfjörðum. Verðið á Vestfjörðum var aðeins 33% af meðalverðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir atvinnuhúsnæði og sumarhús var meðalverðið á Vestfjörðum 40% af meðalverðinu á höfuðborgarsvæðinu.