Mikil eftirspurn eftir störfum landvarða

Hornbjarg og Hornvík í baksýn.

Sumarstörf landvarða voru auglýst á dögunum og bárust um 700 umsóknir um störfin frá tæplega 200 einstaklingum.

Gert er ráð fyrir að ráða í 40-50 störf í sumar líkt og síðasta sumar. Störfin eru á friðlýstum svæðum um allt land, og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Mestur áhugi virðist á störfum þar og á hálendinu.

Landverðir sinna fjölbreyttum verkefnum, m.a. með uppbyggingu innviða og fræðslu fyrir gesti um náttúru og sögu svæðanna.

Við undirbúum landverði vel fyrir störf sín en landvarðanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar eru einmitt í gangi núna. Landverðir þurfa einnig að vera með skyndihjálparréttindi enda geta þeir þurft að bregðast við margvíslegum aðstæðum.

DEILA