Bólusetning við COVID – 19 fyrir 80 – 90 ára

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ætlar að bólusetja þá sem eru 80 – 90 ára í þessari viku.

Næstkomandi fimmtudag, 25.febrúar, verða einstaklingar fæddir 1941 og fyrr bólusettir á norðanverðum Vestfjörðum.

Í þetta sinn verður bólusett í Bolungarvík kl. 11 í Safnaðarheimilinu, kl. 13 á Tjörn á Þingeyri og milli kl 11 og 15 á Heilbrigðisstofnuninni á Ísafirði.

Einstaklingarnir fá SMS í símann sinn þar sem kemur fram hvar og hvenær þeir eiga að mæta.

Þeir Bolvíkingar sem ekki fá SMS í símann sinn mega mæta kl. 11 í Safnaðarheimilið og Þingeyringar á Tjörn kl. 13.

Ísfirðingar sem ekki fá SMS í símann sinn eru vinsamlegast beðnir um að koma kl 14:00 á Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði.

Einstaklingar á Suðureyri, Súðavík og Flateyri fá símhringingu um hvenær og hvar þeir eiga að mæta.

Við biðlum til yngra fólks að fylgjast með boðun til eldri aðstandanda sinna þannig að enginn missi af bólusetningu.

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum fæddir 1941 og fyrr verður boðin bólusetning í vikunni. Allir verða boðaðir með símtali.

DEILA