Afmæli: Smári Haraldsson sjötugur

Smári Haraldsson, fyrrverandi forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er sjötugur í dag.

Smári fæddist 20. febrúar 1951 í Vesmannaeyjum, en fór þriggja mánaða með móður sinni Margréti Hagalínsdóttur til Grunnavíkur þar sem hann ólst upp í Sætúni þar til byggðin lagðist af í nóvember 1962 og síðustu íbúarnir fluttu til Ísafjarðar.

Smári var kennari við Menntaskólann á Ísafirði frá 1977 með hléum vegna annarra starfa. Hann var bæjarstjóri í Ísafjarðarkaupstað 1991-1994 og skólameistari um eins árs skeið í leyfi Björns Teitssonar.

Smári Haraldsson var ráðinn forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 2001 og gengdi því starfi til 2017 er hann lét af störfum vegna aldurs.

Um langt árabil, frá 1986 – 1998, var Smári í bæjarmálunum, ýmist sem bæjarfulltrúi eða varabæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið.

Eiginkona Smára er Helga Friðriksdóttir og eiga þau þrjú börn, Elínu, Friðrik Hagalín og Halldór.