Nýr vegur í Álftafirði

Nýbygging á um 2,2 km löngum vegkafla á Djúpvegi um Hattardalsá í austanverðum Álftafirði með byggingu nýrrar brúar á Hattardalsá er langt á veg komin.

Nýja brúin er 16 m löng og tvíbreið, staðsett um 0,7 km neðan núverandi brúar.

Verktaki við framkvæmdina er Tígur ehf., Súðavík og á verkinu að vera að fullu lokið 15. júlí n.k. svo að verktíminn verður aðeins eitt ár.