Fjögur covid-smit á Vestfjörðum

Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eru nú fjögur covid-smit á Vestfjörðum, öll á sunnanverðu svæðinu.

Þrjú greindust á landamærum en það fjórða er innanlandssmit tengt landamærasmiti.

Þrír einstaklingar eru til viðbótar í sóttkví í tengslum við það mál.

Þetta sýnir mikilvægi þeirra landamærareglna sem í gildi eru. Reglurnar virka ef þeim er fylgt, en ef þeim er ekki fylgt er veiran fljót að dreifa sér.