Ísafjarðarbær óskar tilboða í snjómokstur

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að óskar eftir tilboðum í snjómokstur á Ísafirði og í Hnífsdal og fengið Ríkiskaup til að sjá um útboðið.

Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum og bifreiðastæðum, ásamt akstri á snjó frá götum og bifreiðastæðum í samræmi við snjómokstursreglur Ísafjarðarbæjar.

Útboðsgögn og nánari upplýsingar um eðli og umfang útboðsins er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa og gefin er frestur í 11 daga til að skila inn tilboði eða til kl. 13:00 þann 21 desember.