Kómedíuleikhúsið: samningi frestað

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frestaði því á fundi sínum fyrir helgi að framlengja samning við Kómedíuleikhúsið um eitt ár, út árið 2021.

Bæjarráðið lagði til að samningurinn, sem er til þriggja ára og rennur út í lok ársins, yrði framlengdur um eitt ár.

Samningurinn kveður á um fasta greiðslu á mánuði til Kómedíuleikhússins, liðlega 1,5 milljón króna yfir árið gegn sýningum af hálfu leikhússins í leik- og grunnskólum,  svo og við tækifæri eins og 17. júní.

Nanný Arna Guðmudsdóttir, bæjarfulltrúi Í listans  lagði hins vegar til að málinu yrði vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar og var það samþykkt.

Tillaga bæjarráðs kom því ekki til afgreiðslu.